top of page

Sýndarvatn er vatn sem notað er í framleiðslu á vörum, semsagt ekki vatns innihaldið sjálft heldur  vatnið sem notað var á meðan framleiðslunni stóð. Eins og það þarf 1.500 lítra af vatni til að framleiða aðeins 1 kíló af korni og það þarf tíu sinnum meira vatn eða 15.000 lítra til að framleiða 1 kíló af kjöti.
Til að framleiða dagsskammt af fæðu fyrir eina manneskju þarf 3.000 lítra af vatni.

Hér eru nokkur dæmi um hversu mikið vatn var notað í það að framleiða hlutina.  það þarf 13 lítra til að framleiða einn tómat, 40 til að framleiða eina brauðsneið, 70 fyrir eitt epli, 135 fyrir eitt egg, 200 fyrir eitt glas af mjólk, 2.400 fyrir einn hamborgara og 7.000 lítra af vatni til að framleiða eina góða sneið af nautakjöti

Vatn er auðlind sem endurnýjast en hún er ekki ótakmörkuð.
Stöðug fólksfjölgun veldur því að það vatn sem er til skiptanna á hvern verður sífellt minna.
70% af heildarvatnsnotkun heims fer til landbúnaðar.

Sýndarvatn

bottom of page