top of page

Staða Lýbíu

Líbýa er 95% eyðimörk og þar búa um 6,5 milljón manns. Eins og jarðvegurinn segir til um er mikill þurkur á þessum svæðum en einn maður fann lausnina við vandanum.
Árið 1953 í  suður-Libýu þegar mikið var um olíuleitir  uppgvötaðist merkileg og mikilvæg auðlind, hún var hinsvegar ekki olía en hún breytti landinu til mikilla muna í náinni framtíð. Þetta var vatnslind í suður-Sahara eyðimörkinni og var í  niðrum jarðar. Auðlindin er talin vera á bilinu 210,000 og 1,000,000 ára gömul. Talið er að vatnið hafi runnið neðanjarðar í gegnum sandsteina um lok seinustu ísaldar.
Þegar veðrið í Sahara-eyðimörkinni breytist til muna þá hófst nýting vatnsins almennilega. Einræðisherrann Muammar al-Gaddafi stakk upp á því að skapa á úr þessari mikilvægu auðlind og vildi tengja hana til allra svæða landsins. Hann hugsaði þetta myndi hjálpa öllum, bæði fólki og iðnaðinum, honum og valdinu.

Hann kom með þá hugmynd að leggja niður stórar lagnir um allt land. Þetta vatn átti að renna gegnum hverja einustu borg í hvert einasta hús og í hvern einasta krana í landinu og var það markmiðið. Árið 1984 var þetta mikla verk sett í framkvæmd, einu ári eftir að hugmyndin var tekin til greina og var það nefnt ,, Á hins frábæra manns“.
Hundruð brunna voru boraðir, vatn var pumpað upp úr jörðinni og síðan var það ekki fyrr en árið 1996 sem vatn var komið í alla landshluta Líbýu. Talið er að þetta hafi kostað yfir 25 milljarða dala. Þessi mikla mannanna smíð dælir 6,5 milljónum rúmmetra á dag. Það er því til mikilla muna. En spurning er þó, er það of mikið ?
Þar sem Libýa hefur 6,5 milljón íbúa er mjög mikið að 1000 lítrar eru notaðir á dag p. íbúa. Taka má dæmi um það notar Kenýa um 200 lítra p.  manneskju á dag og Eþíópía um 220. Meirihluti vatnsins er þó notaður í iðnað og aðrar aðgerðir.
Gaddafi var í miklum metum hjá fólki sínu miðað við að vera einræðisherra en þetta gæti hafa spilað hlutverk í því að hann stjórnaði landinu í rúmlega 40 ár.
Rannsóknarmenn, fornleifafræðingar og sérfræðingar um allan heim hafa mismunandi álit á vatnsbirgðum Lýbíubúa, sumir telja að vatnið muni endast langt fram yfir 2100 en hinsvegar er meirihlutinn á því að vatnsbirgðirnar klárist á 21. öldinni.

bottom of page