top of page

Meðan við fáum okkur vatn hér á Íslandi eins og okkur lystir, hvernig haldiði að vatnsmagn í heiminum sé statt?
 

Hverjir neyta og hvenær verður neysla vatns orðin varanleg?

Í heiminum eru taldar vera u.þ.b 783 milljónir manna án eða hafa afar litlan aðgang að vatni. Yfir þær álfur sem þjást af mestum vatnsskorti trónir Afríka þar á toppnum þar sem 1,1 milljarður lifir en um þriðjungur þess fjölda eða 345 milljónir manns sem hafa ekki vatn. Hlutfallslega séð kemur þar á eftir lítill hluti suðaustur Evrópu og  rúm öll Asía ásamt Indónesíu sem telja um 396 milljónir manna án vatns. Þar á eftir kemur Suður-Ameríka með 42 milljónir og svo mun þróaðari lönd með 10 milljónir. Í þeirra hópi má nefna nefna Bandaríkin, Kanada, Noregur, Ísland og mörg til viðbótar.

1,1 milljarður manna af þeim rúmu 7 milljörðum sem hér búa hafa ekki öruggt og ómengað vatn. 2,6 milljarður hefur ekki aðgan að viðunandi frárennslu-vatni eða 41%. Stærstur huti þeirra býr í dreifbýli þá aðallega í Afríku. Þeir sem hafa það verst eru þróunarríkin í í Afríku fyrir sunnan við Sahara og Asíu. En þó hafa rúmar 140 milljínir Evrópubúa ekki vatn til leiðslu í húsin sín. Og um einn tugur hefur eki aðgang að neysluvatni. Þá deyja 1,8 milljón barna vegna vatnsskorts og mengaðs drykkjarvatns. Það eru rúm 5000 börn á dag.

Mikið magn af vatni þarf til til að framleiða dagsskammt af fæðu fyrir eina manneskju. Miklu meira en við flest gerum okkur grein fyrir. 

Að meðaltali drekkum við 2-3 lítra af vatni á dag en það þarf 1.500 lítra af vatni til að framleiða aðeins 1 kíló af korni og það þarf tíu sinnum meira vatn eða 15.000 lítra til að framleiða 1 kíló af kjöti.

Til að framleiða dagsskammt af fæðu fyrir eina manneskju þarf 3.000 lítra af vatni.

















Vatn er auðlind sem endurnýjast en hún er ekki ótakmörkuð.

Stöðug fólksfjölgun veldur því að það vatn sem er til skiptanna á hvern verður sífellt minna. 

70% af heildarvatnsnotkun heims fer til landbúnaðar.

Vissir þú að það þarf 13 lítra til að framleiða einn tómat, 40 til að framleiða eina brauðsneið, 70 fyrir eitt epli, 135 fyrir eitt egg, 200 fyrir eitt glas af mjólk, 2.400 fyrir einn hamborgara og 7.000 lítra af vatni til að framleiða eina góða sneið af nautakjöti? Af þessu öllu má draga þá ályktun að heimurinn er þyrstur vegna þess að hann er svangur.

Það þarf þúsund sinnum meira vatn til að fæða heiminn en það þarf til að mæta þorsta hans.

Að drekka, þvo, borða og framleiða matvöru er háð vatni.

Þegar við þetta bætist að 30% af matvöru er hent blasir við að lífsnauðsynlegt er að bregðast við og gera allt til þess að dýrmætasta auðlind okkar allra, vatnið, sé betur nýtt – tryggja þau sjálfsögðu mannréttindi að allir hafi aðgang að hreinu vatni.

 

Vatnsskortur í heiminum

bottom of page